Útilistaverk og minnisvarðar

Bárður Snæfellsás

Bárður Snæfellsás er á Arnarstapa. Listaverkið er eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara og var það afhjúpað 17. júní 1985. Verkið er minnisvarði um Jón Sigurðsson frá Bjargi á Stapa, Guðrúnu Sigtryggsdóttur konu hans og Trausta son þeirra sem varð úti ungur. Börn Jóns og Guðrúnar létu reisa minnisvarðann og fengu til þess Ragnar Kjartansson myndhöggvara. Listaverkið er 6 metrar að hæð og 3 - 4 metrar á breidd og í það fóru hátt í 300 tonn af grjóti.

Beðið í von

Grímur Marínó Steindórsson. 2000. Til minningar um mannlíf og sjósókn á opnum bátum frá Hellissandi á liðnum öldum. Lífsbjörg þurfti að sækja í greipar ægis. Ekki komu allir heilir frá þeirri glímu. Sumir komu aldrei aftur.

Björnssteinn

Texti um Björnssteinn.

Erró listaverk

Snæfellsbær setti upp listaverk eftir Erró í tilefni af 30 ára afmæli sveitarfélagsins árið 2024. Erró var fæddur í Ólafsvík.

Frelsisviti

Jo Kley. 2022. Frelsisvitinn er fimm metra hár og settur saman úr fjórum blágrýtishnullungum. Frelsisvitinn er 25. viti í röð sem Jo Kley gerir í jafnmörgum löndum.

Gleði / Framtíð

Listaverk eftir Sigurð Guðmundsson. Til minningar um fyrsta leikskólann í Ólafsvík sem rekinn var að kvenfélagi Ólafsvíkur. Gjöf frá Kvenfélagi Ólafsvíkur. Vígt í ágúst 2024.

Guðríður Þorbjarnardóttir

Upplýsingar

Jöklarar

Heiðursvarði um drukknaða sjómenn. Ragnar Kjartansson 1974. Minnisvarði um sjómenn frá Hellissandi og Rifi sem farist hafa á sjó. Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir gaf styttuna.

Leiðarsteinn

Stendur einn í stormi og hríð, stuðning veitir verkum. Leiðarsteinn frá landnámstíð í lendinguna á Brekkum.

Maríulind

Texti

Minning um ástvini í fjarlægð

Minning um ástvini í fjarlægð / Listaverk um horfna. Sigurður Guðmundsson. 2004 Minningarreitur við kirkjugarðinn í Ólafsvík var vígður á sjómannadaginn 6. júní 2004.

Minnisvarði á Rifi

Minnisvarði um Friðþjóf B. Guðmundsson og Halldóru G. Kristleifsdóttir á Rifi.

Minnisvarði um Jón Sigurðsson

Texti

Minnisvarði um Ottó A. Árnason

Minnisvarði um Ottó A. Árnason. Við Gilið í Ólafsvík.

Minnisvarði við Ingjaldshólskirkju

Minnisvarði um Eggert Ólafsson og Ingibjörgu Guðmundsdóttur hjá Ingjaldshólskirkju. Höfundur: Páll frá Húsafelli.

Minnivarði um Ara Fróða

Texti

Mósteinn

Texti um Ólafsvík

Sjómaður

Listaverkið er í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Höfundur listaverks er Guðmundur Einarsson frá Miðdal og var það vígt af sjómannskonunni Guðríði Pétursdóttur á Sjómannadaginn árið 1961.

Skipið

Jón Gunnar Árnason. 1986. Skipið er eitt af meginverkum Jóns Gunnars Árnasonar og hluti af þríleik hans um draumbáta. Hin verkin eru Sólfarið í Reykjavík og Sigling á Akureyri.

Snæfellingur

Lúðvík Karlsson (Liston). 2023. Við Þjóðgarðsmiðstöðina á Hellissandi. Verkið er unnið úr grágrýti úr námi í landi Efri-Höfða við Rif. Form verksins er sótt í skeljar og tvinnað við öldur hafsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?