Bárður Snæfellsás
Bárður Snæfellsás er á Arnarstapa.
Listaverkið er eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara og var það afhjúpað 17. júní 1985.
Verkið er minnisvarði um Jón Sigurðsson frá Bjargi á Stapa, Guðrúnu Sigtryggsdóttur konu hans og Trausta son þeirra sem varð úti ungur. Börn Jóns og Guðrúnar létu reisa minnisvarðann og fengu til þess Ragnar Kjartansson myndhöggvara.
Listaverkið er 6 metrar að hæð og 3 - 4 metrar á breidd og í það fóru hátt í 300 tonn af grjóti.