Lýsulaugar

Lýsuhóll
Sími: 433 - 9917

Lýsulaugar eru opnar alla daga frá 11:00 – 20:30 yfir sumartímann. Yfir vetrartímann er sundlaugin nýtt fyrir skólasund í Lýsuhólsskóla. Þegar veður leyfir er sundlaug opin um helgar og er það auglýst sérstaklega.

Lýsulaugar eru einstök náttúru- og grænþörungslaug í Staðarsveit með heitu ölkelduvatni sem kemur beint úr jörðu. Vatnið er mjög steinefnaríkt og talið afar hollt og græðandi auk þess sem engum efnum er bætt í það. Vatnið í lauginni sveiflast frá því að vera 24 - 35°C og mælist hátt magn af magnesíum og kalsíum í því. 
 
Í Lýsulaugum er hægt að hvíla lúin bein og næra sál og líkama í sundlaug, heitum pottum og köldum potti með óviðjafnanlegu útsýni til Snæfellsjökuls.
 
Börnum yngi en tíu ára er óheimilt að fara í laugina nema í fylgd með syndum einstaklingi sem er fimmtán ára eða eldri. Ábyrgðarmaður tekur fulla ábyrgð á barni og fylgir því alltaf hvort sem er í lauginni eða í pottunum.

Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur og miðast við afmælisdag. Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun á skírteini Tryggingastofnunar ríkisins.

Afsláttarkort gilda hvort tveggja í sundlaugina í Ólafsvík og Lýsulaugar.


Nánar:

Lýsulaugar eru staðsettar við Grunnskólann á Lýsuhóli í Staðarsveit.

Getum við bætt efni þessarar síðu?