Laus störf
Velkomin á ráðningarvef Snæfellsbæjar.
Snæfellsbær er fjölskylduvænn bær í náttúruparadís á Snæfellsnesi. Hjá sveitarfélaginu starfa á annað hundrað manns að margvíslegum verkefnum og býður starfsemi bæjarins upp á fjölbreytt og skemmtileg störf.
Í anda jafnréttisstefnu okkar hvetjum við öll þau sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um auglýst störf hjá Snæfellsbæ, óháð kyni.
Meðferð atvinnuumsókna hjá Snæfellsbæ:
- Öll störf hjá Snæfellsbæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingarstörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
- Allar umsóknir um störf hjá Snæfellsbæ fara í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti.
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
Hér fyrir neðan eru að finna upplýsingar um laus störf hjá sveitarfélaginu á hverjum tíma.
Grunnskóli Snæfellsbæjar
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 220 nemendur. Starfstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans, á slóðinni http://www.gsnb.is/
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Hafi leyfisbréf sem grunnskólakennari.
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar.
- Stjórnunarreynsla í grunnskóla.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar.
- Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Staðan er laus frá 1. ágúst 2025. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknir sendist fyrir 6. maí til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, á netfangið hilmara@gsnb.is. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu.
Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894 9903 eða hilmara@gsnb.is.
Starfsheiti | Umsóknarfrestur |
---|---|
Afleysingar á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Jaðri | 01.09.2025 |
Aðstoðarmaður forstöðumanns | 04.05.2025 |
Starfsheiti | Umsóknarfrestur |
---|---|
Sumarafleysingar á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Jaðri | 01.05.2025 |
Fjölbreytt og skemmtileg sumarstörf hjá Snæfellsbæ | 07.05.2025 |