Vinnuskóli
Skrifstofa vinnuskólans er hjá Tæknideild Snæfellsbæjar í Ráðhúsi Snæfellsbæjar.
Vinnuskóli Snæfellsbæjar býður unglingum bæjarins uppá skemmtilega og fræðandi sumarvinnu.
—
Upplýsingar fyrir vinnuskólann sumarið 2025
Vinnuskólinn verður starfræktur í heildina í sex vikur og er fyrir nemendur í 8. – 10. bekk og unglinga fædda árið 2008.
Nemendur sem voru að ljúka 8. bekk vinna í fjórar vikur, frá 11. júní – 9. júlí.
Nemendur sem voru að ljúka 9. og 10. bekk vinna í sex vikur, frá 11. júní – 23. júlí.
Unglingar fæddir 2008 geta einnig sótt um í vinnuskólanum og vinna þeir frá 19. maí – 30. júní.
Daglegur vinnutími
Nemendur í 8. bekk vinna frá frá kl. 8:00 – 12:00.
Nemendur í 9., 10. bekk og árgangur 2008 vinnur frá kl. 8:00 – 16:35 með hádegismat nema á föstudögum, þegar unnið er til kl. 12:00.
Laun vegna vinnuskóla 2025
Tímakaup nemenda í 8. bekk er 1.669 krónur.
Tímakaup nemenda í 9. bekk er 1.972 krónur.
Tímakaup nemenda í 10. bekk er 2.579 krónur. Unglingar fæddir 2008 eru á sama tímakaupi og nemendur í 10. bekk.
Laun eru reiknuð skv. samningi Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Athugið: Nemendur sem voru að ljúka 10. bekk og unglingar í árgangi 2008 þurfa að skila rafrænum persónuafslætti og greiða í lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16 ára afmælisdag.
Orlof
13,04% orlof greiðist fyrir alla tímavinnu og er greitt út með launum.
Nemendur vinnuskóla mæta á eftirfarandi staði, fer eftir búsetu:
- Ólafsvík – Áhaldahús Snæfellsbæjar
- Hellissandur – rúta fer frá Grunnskólanum á Hellissandi
- Rif – rúta fer frá strætóskýlinu efst í Háarifi
Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:
Vinnuskólinn er eingöngu ætlaður fyrir börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2025.
Sótt er um starf í vinnuskólanum á þjónustuvef Snæfellsbæjar.