Jafnlaunastefna

Sími: 433 6900

Vakni spurningar um jafnlaunastefnu Snæfellsbæjar hvetjum við áhugasama til að hafa samband við starfsfólk á skrifstofu sveitarfélagsins.

Snæfellsbær hefur launajafnrétti að leiðarljósi við launastefnu sína. Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.

Snæfellsbær hefur hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi Snæfellsbæjar samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85-2012. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti allra kynja á vinnumarkaði.

Það er stefna Snæfellsbæjar að tryggja að einstaklingar sem starfa hjá sveitarfélaginu hafi jöfn tækifæri í starfi, fái greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum. Með stefnunni er unnið markvisst gegn kynbundnum launamun, beinni eða óbeinni mismunun á grundvelli kyns og stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði í samræmi við ákvæði laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, með síðari breytingum.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?