Frystiklefinn

Hafnargata 16, Rifi
Sími: 833 8200

Frystiklefinn er suðupottur alls kyns snilldarverka, leiksýninga og tónleikahalds í bland við annað viðburðahald í gömlu frystihúsi á Rifi.

Kári Viðarsson stofnaði Frystiklefann árið 2010 og hefur verið sannkölluð driffjöður menningarlífs á Snæfellsnesi.

Menningarsamningur Snæfellsbæjar og Frystiklefans

Snæfellsbær og Frystiklefinn hafa undanfarin ár gert með sér sem byggir á því að Snæfellsbær greiðir Frystiklefanum fasta árlega upphæð sem nýtast skal til ýmissa viðburða og auðga þannig menningarlíf og bæta lífsgæði íbúa Snæfellsbæjar.

Báðir aðilar samningsins vilja með þessu styrkja stoðir í því mikilvæga menningarstarfi sem unnið er í Frystiklefanum og er hann um leið vottur um það traust sem bæjarstjórn Snæfellsbæjar ber til Kára og starfsmanna Frystiklefans.

Á samningtímanum fá eldri borgarar og nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskóla Snæfellsbæjar ársmiða sem gildir á alla viðburði Frystiklefans og er liður í því að virkja hópana og hvetja til þátttöku í menningarlífi bæjarins.

Á samningstímanum sinnir Frystiklefinn einnig verkefnum með elstu og yngstu íbúum Snæfellsbæjar, m.a. í gegnum viðburði og námskeið á leikskóla Snæfellsbæjar og dvalarheimilinu Jaðri og þá heimsækir Frystiklefinn einnig Smiðjuna, dagþjónustu og vinnustofu fyrir fólk með skerta starfsgetu, með það að leiðarljósi að styrkja vináttubönd og auka þátttöku í menningarlífi bæjarins.

Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?