Aðalskipulag

Klettsbúð 4
Sími: 433 6900

Fyrirspurnir um aðalskipulag berist Tæknideild Snæfellsbæjar.

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem skal taka til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngur, þjónustukerfi og umhverfismál. Þar er einnig lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags. Sveitarstjórn skal auglýsa tillögu að aðalskipulagi með áberandi hætti og í Lögbirtingarblaðinu þar sem öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir. Frestur er sex vikur frá birtingu auglýsingar. Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi er tillagan send Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum ef þær hafa borist og tillagan auglýst í B-deild Stjórnartíðinda komi ekki athugasemdir frá Skipulagsstofnun.

Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015 – 2031

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti þann 11. apríl 2018 nýtt Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031. Með nýju aðalskipulagi fellur úr gildi Aðalskipulag Snæfellsbæjar 1995-2015, sem staðfest var 8. júlí 1997. Tillaga nýs aðalskipulags var auglýst frá 15. desember 2017 – 8. febrúar 2018. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað. Óverulegar breytingar hafa orðið á skipulaginu eftir auglýsingu. Aðalskipulagið verður sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Snæfellsbæjar.


Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?