Tjaldsvæði Snæfellsbæjar

Sími: 433 6900

Tjaldvæðin eru opin frá 1. maí - 30. september ár hvert.

Snæfellsbær rekur tvö tjaldsvæði og tekur hlýlega á móti gestum á tjaldsvæðunum í Ólafsvík og á Hellissandi. Tjaldsvæðin eru opin yfir sumartímann.

Bæði tjaldsvæðin hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og hefur Snæfellsbær leitast eftir því að bæta sífellt þá aðstöðu og þjónustu sem finna má á tjaldsvæðunum.

Tjaldsvæði á Hellissandi

Tjaldsvæðið á Hellissandi er staðsett rétt fyrir utan þorpið í einni af mörgum náttúruperlum Snæfellsbæjar.

Glæsilegt þjónustuhús er á tjaldsvæðinu með eldunaraðstöðu, vaskarými, klósettum og sturtu.

Frá tjaldsvæðinu eru skemmtilegar gönguleiðir og aðgengi að fallegum fjörum með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð eru óviðjafnanleg og Snæfellsjökull vakir yfir gestum.

Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs stendur við hliðina á tjaldsvæðinu.

Á tjaldsvæðinu er einnig leikvöllur fyrir börn. Stutt er á ærslabelg, fótboltavöll, frisbígolfvöll og skógræktarsvæðið Tröð.

Tjaldsvæði í Ólafsvík

Tjaldstæðið í Ólafsvík er staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins að austanverðu, við Hvalsá.

Á sumrin skín sólin í hlíðina allan daginn og er þaðan gott útsýni yfir dalinn. Glæsilegt þjónustuhús er á tjaldsvæðinu með eldunaraðstöðu, vaskarými, klósettum og sturtu.

Skemmtilegar gönguleiðir um dalinn og Ólafsvík liggja frá tjaldsvæðinu. Á tjaldsvæðinu er einnig leikvöllur fyrir börn og frisbígolfvöllur og stutt í skógræktina í Ólafsvík.

Á tjaldsvæðunum má finna eftirfarandi þjónustur:

 • Klósett (aðgengi fyrir fatlaða)
 • Sturta (aðgengi fyrir fatlaða í Ólafsvík)
 • Heitt og kalt vatn
 • Eldunaraðstaða
 • Vaskarými
 • Úrgangslosun
 • Rafmagn/rafmagnstenglar
 • Internet
 • Frisbígolfvöll
 • Leikvellir fyrir börn
 • Þjóðgarðsmiðstöð með aðgengi að klósettum allan sólarhringinn og upplýsingagjöf og þjónustu á opnunartíma (á Hellissandi).

Nánar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?