Persónuvernd
Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er Sigurður Már Eggertsson, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuverndarmálum.
Snæfellsbær hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem sveitarfélagið og allar undirstofnanir þess vinna. Snæfellsbær leitast við að uppfylla í hvívetna þá persónuverndarlöggjöf sem er í gildi hverju sinni.
Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins er Sigurður Már Eggertsson, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuverndarmálum.
Hlutverk hans er að hafa eftirlit með fylgni með persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins, veita starfsmönnum þess ráðgjöf um vinnslu persónuupplýsinga og vera tengiliður við Persónuvernd og skráða einstaklinga.
Unnið er að því að færa skjöl fyrir viðeigandi tengla á heimasíðu sveitarfélagsins:
- Reglur um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga
- Gátlisti fyrir nýja, breytta eða uppfærða vinnslu persónuupplýsinga
- Verklagsregla um réttindi einstaklinga
- Verklagsregla um viðbrögð við öryggisbrestum
- Verklagsregla varðandi flutning og miðlun persónuupplýsinga
- Verklagsregla fyrir val og samningagerð við vinnsluaðila
- Spurningalisti fyrir mat á vinnsluaðila
- Verklagsregla um framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP)
- Eyðublað fyrir mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)
- Þjálfunar- og fræðsluáætlun í upplýsingaöryggi og persónuvernd
Nánar:
Nánar: