Borðkort af þéttbýliskjörnum

Í júní 2023 gaf Snæfellsbær út götukort af Hellissandi. Kortið af Hellissandi er fyrsta kortið sem Snæfellsbær gefur út í þessum anda og stendur nú yfir vinna við sambærilegt kort af Ólafsvík.

Kortið er mikið listaverk þar sem hvert einasta hús er handteiknað og litað af glæsibrag eftir ljósmyndum og öðrum gögnum. Kortið er teiknað af Ómara Smára Kristinssyni. Steinprent í Ólafsvík sá um prentun. Snæfellsbær er útgefandi.

Borðkortum er dreift til þjónustuaðila. Vanti kort er hægt að nálgast það í Ráðhúsi Snæfellsbæjar.

Borðkort í góðum gæðum:

Getum við bætt efni þessarar síðu?