Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11, Ólafsvík
Sími: 433 - 9900

Grunnskóli Snæfellsbæjar er grunnskóli fyrir börn í 1. - 10. bekk í öllu sveitarfélaginu.

Í Snæfellsbæ er lögð áhersla á metnaðarfullt og lifandi skólastarf. Í sveitarfélaginu er einn grunnskóli með þrjár starfsstöðvar; í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli, en sú síðastnefnda þjónar börnum í dreifbýlinu.

Grunnskólinn var stofnaður 1. ágúst 2004 við sameiningu Grunnskólans í Ólafsvík og Grunnskólans á Hellissandi. Ári síðar sameinaðist Lýsuhólsskóli einnig undir hatt Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Almenna reglan er sú að nemendum í 1. - 4. bekk er kennt á Hellissandi og nemendum í 5. - 10. bekk er kennt í Ólafsvík. Vegna landfræðilegra aðstæðna er einnig áfram rekinn heildstæður grunnskóli 1. - 10. bekkjar á Lýsuhóli.

Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar, þ. á m. Íslensku menntaverðlaunin 2022 fyrir Átthagafræði sem framúrskarandi þróunarverkefni.


Skólastjóri:

Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar er Hilmar Már Arason. Netfang hjá honum er hilmara@gsnb.is.


Nánar:

Skrifstofa grunnskólans er við Ennisbraut 11 í Ólafsvík. Símanúmer á skrifstofu er 433 - 9900.

Getum við bætt efni þessarar síðu?