Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar 2025
13.05.2025 |
Fréttir
Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar 2025-2027 var samþykkt í bæjarstjórn Snæfellsbæjar 8. maí 2025.
Með stefnunni er markaður rammi utan um þau hlutverk sem sveitarfélaginu er ætlað að sinna í íþrótta- og tómstundamálum í samfélaginu. Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum stefni í sömu átt með það að markmiði að efla íþrótta- og tómstundastarf í Snæfellsbæ.
Það er mikilvægt samfélaginu að það sé fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf í boði, en slíkt starf er ein af grunnþörfum hvers samfélags. Hlutverk stefnunnar er að styðja við almenna heilsueflingu.
Nánar: