Akademias gefur 25 fjölskyldum í Snæfellsbæ aðgang að veflausninni Fjölskyldutempó

Fjölskyldutempó og Akademias gefa 25 aðganga í tilefni Barnamenningarhátíðar í Snæfellsbæ.

Í síðasta mánuði varð Snæfellsbær fyrsta sveitarfélagið á landinu til að gera samning við þekkingarfyrirtækið Akademias um afslátt að aðgangi að veflausninni Fjölskyldutempó fyrir alla íbúa.

Í tilefni Barnó - Best Mest Vest! hafa Fjölskyldutempó og Akademias því ákveðið að gefa 25 aðganga að Fjölskyldutempó – skemmtilegu og uppbyggilegu fjölskylduleikjum sem styrkja samveru, samskipti og leikni fjölskyldunnar.

Aðgangarnir verða virkir frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. október, og gilda fyrir þá fyrstu sem nýta sérstakan kóða sem birtur verður á heimasíðu Snæfellsbæjar.

Fjölskyldutempó er íslensk veflausn sem hjálpar fjölskyldum að eiga skjálausar gæða samverustundir í gegnum leik og með tilgang. Lausnin byggir á tólf þemum sem miða að því að efla félagsleikni, fjármálaleikni, heilsuleikni og tæknileikni. Leikirnir eru hannaðir þannig að þeir henti öllum fjölskyldum – og hægt er að taka þátt á því tempói sem hentar fjölskyldunni.

„Markmið Fjölskyldutempó er að styrkja tengsl innan fjölskyldunnar með einföldum og aðgengilegum hætti,“ segir Eyþór Ívar Jónsson hjá Akademias. „Það gleður okkur að geta boðið fjölskyldum í Snæfellsbæ að taka þátt í þessu verkefni í tilefni Barnamenningarhátíðar.“

Svona færðu aðganginn:

  1. Farðu inn á fjolskyldutempo.is/snaefellsbaer og skráðu þig.
  2. Settu inn kóðann sem birtist hér að neðan, en hann verður ekki virkur fyrr en kl. 12:00 föstudaginn 24. október 2025.
    • Kóðinn er: barnamenning
  3. Aðgangarnir eru 25 talsins – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Með þessari gjöf vilja Fjölskyldutempó og Akademias leggja sitt af mörkum til að efla samveru, skapandi hugsun og menningu barna og fjölskyldna í Snæfellsbæ.

Nánar: