Fjölskyldutempó - Snæfellsbær í samstarf við Akademias
Snæfellsbær hefur tekið mikilvægt skref í þágu fjölskyldna í sveitarfélaginu og er orðið fyrsta sveitarfélagið á landinu til að gera samning við þekkingarfyrirtækið Akademias um afslátt að aðgangi að veflausninni Fjölskyldutempó fyrir alla íbúa.
Markmiðið með samstarfinu er að styðja við foreldra og efla vellíðan og færni barna og fullorðinna. Fjölskyldutempó er röð leikja sem styrkja fjölskyldutengslin, bæta samskipti og efla leikni fjölskyldunnar. Lausnin byggir á viðurkenndum aðferðum og er sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt sem henta annasömu fjölskyldulífi. Fjölskyldutempó skiptist niður í 12 þemu og innan hvers þema eru fjórir leikir. Vikulega sest fjölskyldan saman og fer í gegnum æfingar eða leiki vikunnar sem tengjast ákveðnu þema.
Hvert þema tengist einhverjum af þeim fjórum grunnstoðum sem hugmyndafræðin leggur upp með sem er félagsleikni, fjármálaleikni, heilsuleikni og tæknileikni.
Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias, segir þetta mikilvægan lið í því að gera Snæfellsbæ að samfélagi þar sem fjölskyldur geta vaxið og dafnað saman.
„Fjölskyldutempó er nýsköpun sem miðar að því að gefa fjölskyldum tækifæri til að skapa gæðastundir sem skila sér í öflugri einstaklingum og fjölskyldu. Það er mikilvægt að gera Fjölskyldutempó að venju, takti sem verður hluti af fjölskyldulífinu. Skref fyrir skref skapast leikni hjá börnum og fullorðnum sem á eftir að nýtast vel í námi, starfi og leik“ segir Eyþór. Með því að bjóða aðgang að Fjölskyldutempó er Snæfellsbær við að fjárfesta í forvörnum og gefa foreldrum og forráðamönnum aukinn stuðning í þeirra mikilvæga hlutverki.
Samningurinn tryggir öllum fjölskyldum í Snæfellsbæ 30% afslátt af áskrift að Fjölskyldutempó. Nánari upplýsingar um hvernig íbúar geta nýtt sér tilboðið, ásamt leiðbeiningum, verður að finna á sérstakri síðu Snæfellsbæjar hjá Fjölskyldutempó en til að virkja afsláttinn er afsláttarkóðinn snaefellstempo sleginn inn í kaupferlinu.
Nú er bara að gefa sér tíma til þess að taka þátt og efla fjölskylduna þegar það er leikur að læra saman.
Nánar: