Vorhreinsun verður í Snæfellsbæ um miðjan júnímánuð

Árleg vorhreinsun í Snæfellsbæ verður óvanalega seint þetta árið sökum breytingu á þjónustuaðila sorphirðu í Snæfellsbæ.

Kubbur ehf. tók við sem þjónustuaðili sorphirðu 1. júní sl. og er að koma sér fyrir á nýju þjónustusvæði.

Venju samkvæmt hefði vorhreinsun átt að hefjast í maí, en að þessu sinni er áætlað að vorhreinsun hefjist um miðjan mánuð. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.