Vorhreinsun í Snæfellsbæ 14. - 24. júní 2024

Vorhreinsun verður í Snæfellsbæ frá 14. júní til 24. júní.

Tökum höndum saman og fegrum bæinn okkar. Flestum okkar líður betur í snyrtilegu umhverfi og nú er góður tími til að hreinsa nærumhverfið og eigin lóðir.

Gámar fyrir garðúrgang ásamt gámum með mold verða settir upp á eftirtöldum stöðum:

Ólafsvík
við Grundarbraut 38 – 42

Rifi
á túni við Háarif 37

Hellissandi
við félagsheimilið Röst

Molta verður í boði hjá þjónustustöð Kubbs í Ólafsvík. Úrgangi skal skilað á þjónustustöð Kubbs sem er opin þriðjudaga og fimmtudaga milli 15:00 – 18:00 og laugardaga kl. 11:00 – 15:00.