Vinnuskóli Snæfellsbæjar hefst mánudaginn 10. júní

Vinnuskóli Snæfellsbæjar hefst mánudaginn 10. júní 2024.

Mæting í Áhaldahús Snæfellsbæjar að Norðurtanga 7 í Ólafsvík kl. 8:00. Rúta fer frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl. 07:40.

Upplýsingar fyrir vinnuskólann sumarið 2024

Vinnuskólinn verður starfræktur í sex vikur, frá 10. júní til 19. júlí.

Nemendur sem voru að ljúka 8. bekk starfa í fjórar vikur, frá 10. júní til 5. júlí.
Nemendur sem voru að ljúka 9. og 10. bekk starfa í sex vikur, frá 10. júní til 19. júlí.

Daglegur vinnutími

Nemendur í 8. bekk vinna frá frá kl. 8:00 – 12:00.

Nemendur í 9., 10. bekk og árgangur 2007 vinnur frá kl. 8:00 – 16:35 með hádegismat nema á föstudögum, þegar unnið er til kl. 12:00.

-

Nemendur skaffa sjálfir viðeigandi hlífðarföt og vettlinga/vinnuhanska. Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og hafa meðferðis hollt og gott nesti.

Ath: Forráðamenn sem sóttu um starf í vinnuskóla fyrir ungmenni á þeirra vegum hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum.

Tæknideild Snæfellsbæjar

Upplýsingar um laun og reglur