Vilt þú vera í ungmennaráði Snæfellsbæjar?
13.05.2025 |
Fréttir
Snæfellsbær leitar eftir ungmennum á aldrinum 15 - 25 ára í ungmennaráð Snæfellsbæjar.
Helsta starf ungmennaráðs er að koma skoðunum sínum er varða sveitarfélagið á framfæri, auk þess að vera vettvangur þar sem ungmenni geta haft áhrif á þau málefni sem þau telja mikilvæg og skipuleggja viðburði.
Greitt er fyrir fundarsetu.
Umsóknir berist í gegnum QR-kóða á meðfylgjandi auglýsingu.