Vígsluathöfn á nýju útilistaverki Jo Kley á Hellissandi
28.08.2025 |
Fréttir
Laugardaginn 30. ágúst er íbúum og öðrum gestum boðið til vígsluathafnar á nýju útilistaverki eftir Jo Kley við Krossavík á Hellissandi. Athöfnin hefst kl. 16:00.
Innblástur listaverksins er ævintýrasagan Ferðin að miðju jarðar eftir franska skáldsagnahöfundinn Jules Verne.
Jo Kley hefur dvalið í Snæfellsbæ í sumar og unnið að listaverkinu sem er um 60 tonn að þyngd.
Dagskrá:
- Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, opnar vígsluathöfnina.
- Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, heldur ræðu.
- Listamaðurinn Jo Kley segir frá listaverkinu.
Allir velkomnir.