Viðvera atvinnuráðgjafa og menningarfulltrúa SSV 29. september
Atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með viðveru í Röstinni á Hellissandi 29. september.
Nú er opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands um styrki fyrir atvinnu- og nýsköpunarverkefni, menningarverkefni og stofn- og rekstrarstyrki til lögaðila í menningarrekstri. Umsóknarfrestur er til miðvikudags 22. október kl. 12:00.
Hægt er að fá margskonar ráðgjöf um atvinnu- og nýsköpunarverkefni og menningartengd verkefni hjá SSV. Ráðgjöf felst í upplýsingum um styrki og sjóði, áætlanagerð og fleira.
Helga Guðjónsdóttir er atvinnuráðgjafi. Sigursteinn Sigurðsson er menningarfulltúi.
Röstin á Hellissandi 29. september frá kl. 10:00 - 15:00. Tímabóknir og fyrirspurnir skal senda með töluvpósti á helga@ssv.is eða sigursteinn@ssv.is og hægt er að bóka tíma utan auglýsts viðverutíma.