Vegur að Djúpalónssandi lokaður umferð frá 28. maí - 20. júní

Vakin er athygli á lokun á Dritvíkurvegi vegna vegabóta og því skertu aðgengi að Djúpalónssandi frá 28. maí - 20. júní 2025.

Vegurinn niður að Djúpalónssandi verður lokaður fyrir allri umferð á meðan framkvæmdum stendur.

Mikilvægt er að gestir þjóðgarðsins skipuleggi ferð sína með tilliti til lokana og séu vel búnir ef lagt er í göngu.

Nánar á vefsíðu Snæfellsjökulsþjóðgarðs.