Tjaldsvæði Snæfellsbæjar opna fyrir sumarið 1. maí

Tjaldsvæðin í Ólafsvík og á Hellissandi opna 1. maí fyrir sumarið 2024.

Tjaldsvæðin hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár og hefur Snæfellsbær leitast eftir því að bæta sífellt þá aðstöðu og þjónustu sem finna má á tjaldsvæðunum. Gestir á liðnu ári voru tæplega 19.000 samtals og fer vaxandi með hverju ári.

Á tjaldsvæðunum má finna eftirfarandi þjónustur:
 
 • Klósett (aðgengi fyrir fatlaða)
 • Sturta (aðgengi fyrir fatlaða í Ólafsvík)
 • Heitt og kalt vatn
 • Eldunaraðstaða
 • Vaskarými
 • Úrgangslosun
 • Rafmagn/rafmagnstenglar
 • Internet
 • Frisbígolfvöll
 • Leikvellir fyrir börn
 • Þjóðgarðsmiðstöð með aðgengi að klósettum allan sólarhringinn og upplýsingagjöf og þjónustu á opnunartíma (á Hellissandi)

Umsjón með tjaldsvæðum hefur Patrick Roloff. Hægt er að hafa samband við hann í síma 844–6929.

Gjaldskrá: