Sumarafleysing í þjónustuíbúðakjarna
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða í sumarafleysingar í þjónustuíbúðakjarna fyrir fatlaða í Ólafsvík.
Meginverkefni þjónustunnar er stuðningur- og hæfing íbúa til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi. Virða ber sjálfræði íbúa og hafa velferð þeirra að leiðarljósi í allri þjónustu. Störf starfsmanna í búsetu geta verið talsvert mismunandi vegna ólíkra þarfa íbúa.
Um er að ræða vaktavinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, þekking á málaflokknum og á sviði félagaslegrar þjónustu er kostur
- Stundvísi, hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót, samkennd og samstarfshæfni
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri
- Íslenskukunnátta skilyrði
Umsóknarfrestur er til 20. maí 2025. Laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Jóhannesdóttir, forstöðumaður þjónustuíbúðarkjarnans í síma 430-7812 eða netfanginu sigurbjorg@fssf.is.
Umsóknir berist á ráðningarvef Snæfellsbæjar hér á heimasíðunni.