Snæfellsbær framlengir afslátt af gatnagerðargjöldum til ársloka 2026

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á sl. bæjarstjórnarfundi að framlengja afslátt gatnagerðargjalda til loka árs 2026.

Afslátturinn nemur 90% af gatnagerðargjöldum íbúðarhúsnæðis í þéttbýli Snæfellsbæjar og 50% af gatnagerðargjöldum iðnaðarhúsnæðis í þéttbýli Snæfellsbæjar.

Afslátturinn tekur til allra lóða sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar. Afslátturinn gildir til 31. desember 2026.

Lækkun gatnagerðargjalda felur í sér mikinn sparnað fyrir húsbyggjendur og standa vonir til að veittur afsláttur styðji við uppbyggingu á nýjum íbúðarhúsum og hvetji til áframhaldandi byggingarframkvæmda í þéttbýliskjörnunum þremur.

Hægt er að sjá lausar lóðir á kortavef Snæfellsbæjar:

Ath: það þarf að haka í reitinn „Lausar lóðir“ í valmyndinni til hægri á kortavefnum til að kalla fram lausar lóðir.