Snæfellsbær auglýsir laus raðhús fyrir íbúa eldri en 60 ára

Snæfellsbær hefur fest kaup á tveimur endaraðhúsum við Helluhól 14 á Hellissandi sem ætluð eru íbúum 60 ára og eldri.

Um er að ræða Helluhól 14a og Helluhól 14c.

Húsin eru ný og bæði um 122 fermetrar að meðtöldum innbyggðum bílskúr. Skipulag húsanna er opið og gott, íbúðarrými er samtals um 91 fermetrar og bílskúr um 31 fermetrar.

Húsin eru fullbúin með flísalögðu baðherbergi ásamt flísum á þvottahúsi og bílskúr. Önnur gólf eru parketlögð.

Húsin standa nú til boða sem leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Nánari upplýsingar fást hjá Kristni Jónassyni, bæjarstjóra, í netfanginu kristinn@snb.is og Lilju Ólafardóttur, bæjarritara, í netfanginu lilja@snb.is. Einnig hægt að nálgast þau í síma 433 6900 á opnunartíma Ráðhúss Snæfellsbæjar.

Lýsing:

  • 3 svefnherbergi
  • Gólfhiti
  • Upptekin loft
  • Steypt bílaplan
  • Sólpallur
  • Parket og flísar á gólfum
  • Innbyggð raftæki í eldhúsinnréttingu

Nánar: