Snæfellsbær auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðila í Pakkhúsið
Snæfellsbær auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðila í Pakkhúsið í Ólafsvík.
Pakkhúsið á sér langa og merkilega sögu í Ólafsvík og skal viðeigandi rekstur taka mið af sögu hússins og safni á efri hæðum.
Snæfellsbær hefur áður leigt Pakkhúsið út undir sjálfstæðan rekstur og er sérstaklega horft til þess að rekstur í húsinu hafi samfélagslegan ávinning og að húsið verði opið allt árið um kring.
Pakkhúsið býður upp á mikla möguleika og tækifæri fyrir réttan aðila. Til að byrja með væri gerður eins árs leigusamningur um afnot leigutaka á húsnæðinu, með möguleika á áframhaldandi leigu ef báðir aðilar óska þess.
Nánari upplýsingar veita Lilja Ólafardóttir, bæjarritari, og Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi, í síma 433 6900 og á netföngunum lilja@snb.is og heimir@snb.is.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 30. maí nk.