Samverustund í Röst með Kvenfélagi Hellissands
07.10.2025 |
Fréttir
Tilkynning frá Kvenfélagi Hellissands:
"Kvenfélag Hellissands býður bæjarbúum að koma og eiga notalega kvöldstund saman í félagsheimilinu Röst á Hellissandi þriðjudaginn 7. október klukkan 19:30.
Félagið býður til þessarar samverustundar þar sem Gulum september er að ljúka og vika einmanaleikans verður dagana 3. til 10. október.
Spilað verður Kínaskák, Partners og fleiri spil auk þess sem hægt verður að gera handavinnu eða einfaldlega bara spjalla og njóta í góðum félagsskap.
Kaffi, gos og konfekt verður í boði og hlakka kvenfélagskonur til að sjá sem flesta.
Kvenfélag Hellissands"