Óskað eftir kennurum fyrir skólaárið 2024-2025

Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 210 nemendur. Starfstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu.

Auglýst er eftir kennurum í eftirfarandi stöður norðan Heiðar (Ólafsvík og Hellissandi):

  • Tónmenntakennara í 30% starf
  • Heimilisfræðikennara í 40% starf
  • Kennara í afleysingar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar
  • Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Laun skv. kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 23. júní. Sótt erum störfin á ráðningarvef Snæfellsbæjar.

Grunnskóli Snæfellsbæjar áskilur sér rétt til að hafna umsóknum.

Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894 9903 eða netfanginu hilmara@gsnb.is.