Opinn fundur um stofnun nýs baðstaðar í Krossavík á Hellissandi

Fimmtudaginn 15. janúar verður opinn fundur í Frystiklefanum á Rifi þar sem fjallað verður um stöðu og viðskiptatækifæri tengd stofnun nýs baðstaðar í Krossavík á Hellissandi.

Verkefnið hefur verið í þróun í um fimm ár og áætla framkvæmdaaðilar að hrinda því í framkvæmd á næstu misserum.

Um kynningu sjá Kári Viðarsson og Páll Kr. Pálsson.

Áhugasamir hvattir til að fjölmenna á þennan athyglisverða fund.

Nánar: