Opið fyrir umsóknir í vinnuskóla Snæfellsbæjar sumarið 2025
29.04.2025 |
Fréttir, Laus störf
Snæfellsbær óskar eftir umsóknum um störf í skemmtilegri og lærdómsríkri sumarvinnu við vinnuskóla Snæfellsbæjar sumarið 2025.
Vinnuskólinn verður starfræktur í heildina í sex vikur og er fyrir nemendur í 8. – 10. bekk og unglinga fædda árið 2008.
Starfstímabil:
- Nemendur úr 8. bekk starfa í fjórar vikur, frá 11. júní – 9. júlí.
- Nemendur úr 9. og 10. bekk starfa í sex vikur, frá 11. júní – 23. júlí.
- Unglingar fæddir 2008 starfa frá 19. maí – 30. júní.
Nánari upplýsingar um vinnutíma, laun og þess háttar má nálgast á upplýsingasíðu um vinnuskóla hér á heimasíðunni.
Umsóknarfrestur:
- Umsóknarfrestur fyrir árgang 2008 er til og með 14. maí.
- Umsóknarfrestur fyrir 8. – 10. bekk er til og með 30. maí.
Umsóknir berist í gegnum þjónustugátt Snæfellsbæjar.
Umsóknir sem berast í tölvupósti eða með öðrum hætti eru ekki teknar gildar. Ekki er tekið við umsóknum að umsóknarfresti liðnum.