Kubbur er nýr þjónustuaðili sorphirðu í Snæfellsbæ

Kubbur ehf. tók við sem þjónustuaðili sorphirðu 1. júní sl. og er að koma sér fyrir á nýju þjónustusvæði.

Vakin er athygli á því að sorphirðudagatal og opnunartími á þjónustustöð Kubbs í Ólafsvík verður með óbreyttu sniði fyrst um sinn. Með nýjum þjónustuaðila kemur þó nýtt netfang og nýtt símanúmer.

Á upplýsingasíðu um sorphirðu í Snæfellsbæ hér á vefsíðu sveitarfélagsins er alltaf hægt að nálgast gildandi sorphirðudagatal, upplýsingar um opnunartíma og annað er varðar sorphirðu.

Samhliða því að nýr þjónustuaðili hefur tekið við sorphirðu í sveitarfélaginu er unnið að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Snæfellsbæ. Sú vinna stendur yfir og verður kynnt sérstaklega á næstu vikum.