Jólaútvarp Grunnskóla Snæfellsbæjar
10.12.2018 |
Fréttir
Nú í morgunsárið hófst útsending jólaútvarps Grunnskóla Snæfellsbæjar á FM 103,5. Útvarpið verður í loftinu dagana 10. - 13. desember og er þetta í þriðja skipti sem nemendur og starfsfólk setur saman glæsilega dagskrá sem íbúar Snæfellsbæjar geta notið.
Hægt er að hlusta á unga fólkið með að stilla á FM 103,5, á heimasíðu Grunnskólans og á meðfylgjandi slóð: Jólaútvarp GSNB.