Jólatré hirt í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi 8. janúar

Lionsklúbbur Ólafsvíkur mun að vanda sjá um hirðingu jólatrjáa í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi. Jólatré verða hirt fimmtudaginn 8. janúar frá kl. 18:00. Þeir íbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að setja tré út við lóðarmörk fyrir þann tíma.

Snæfellsbær hvetur bæjarbúa jafnframt til að ganga vel um og hreinsa upp eftir flugelda og fleira sem fellur til eftir nýárs- og þrettándagleði.