Jólahús Snæfellsbæjar 2025 - sendu þína tillögu
10.12.2025 |
Fréttir
Menningarnefnd Snæfellsbæjar óskar eftir tillögum frá íbúum um jólahús Snæfellsbæjar 2025.
Opið verður fyrir innsendar tillögur til miðnættis 21. desember 2025. Að þeim tíma loknum fer menningarnefnd yfir niðurstöður og verða sigurvegarar kynntir á miðlum Snæfellsbæjar á Þorláksmessu þann 23. desember.
Á síðustu fimm árum hafa eftirfarandi hús verið hlutskörpust í kosningu meðal íbúa um fallega skreytt jólahús.
- Jólahús Snæfellsbæjar árið 2024 var Ennisbraut 21 í Ólafsvík.
- Jólahús Snæfellsbæjar árið 2023 var Lækjarbakki 1 á Arnarstapa.
- Jólahús Snæfellsbæjar árið 2022 var Brautarholt 18 í Ólafsvík.
- Jólahús Snæfellsbæjar árið 2021 var Brautarholt 17 í Ólafsvík.
- Jólahús Snæfellsbæjar árið 2020 var Túnberg á Hellissandi.
Farið verður með aðsendar upplýsingar sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að persónugreina innsendar tillögur. Athugið að það er ekki hægt að kjósa oftar en einu sinni í hverju tæki.