Jólagjöf til starfsfólks Snæfellsbæjar - gjafabréf
Í ár tekur Snæfellsbær upp nýtt fyrirkomulag við jólagjafir starfsfólks sem miðar að því að gleðja starfsfólk í aðdraganda jóla, veita því val um nýtingu og styrkja starfandi fyrirtæki og þjónustuaðila í sveitarfélaginu.
Snæfellsbær auglýsir því eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Snæfellsbæ sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsfólks sveitarfélagsins.
Fyrirkomulagið er með þeim hætti að starfsfólk fær gjafabréf í jólagjöf sem hægt er að nýta hjá þeim fyrirtækjum í sveitarfélaginu sem vilja taka á móti gjafabréfinu.
Gjafabréfin virka sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Snæfellsbæ. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæð innleystra gjafabréfa greidda hjá Snæfellsbæ gegn framvísun gjafabréfa.
Gert er ráð fyrir að hægt verði að nota gjafabréfin frá 15. desember 2025 til og með 30. júní 2026 og er starfsfólk hvatt til að nýta gjafabréfin á þeim tíma.
Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að fyrirtækið sé með starfsemi í Snæfellsbæ.
Skráningarfrestur fyrirtækja og þjónustuaðila er til 30. nóvember 2025.
Skráning fer fram á netfanginu heimir@snb.is og nánari upplýsingar gefur Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar.