Guðni Eiríkur nýr aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

Guðni Eiríkur Guðmundsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Snæfellsbæjar frá og með 1. ágúst næstkomandi.
 
Fjórar mjög góðar umsóknir bárust um starfið og þökkum við þeim sem sóttu um.
 
Guðni er með víðtæka og mikla reynslu af skólastarfi, bæði sem kennari og stjórnandi. Hann hefur starfað í grunnskólum í 19 ár. Hann hefur kennt á öllum stigum grunnskólans og sinnt stjórnun í grunnskóla í 11 ár.
 
Við óskum Guðna til hamingju með starfið, hlökkum til samstarfsins og bjóðum hann hjartanlega velkominn í góðan starfsmannahóp skólans.