Gatnaframkvæmdir í Vallholti í Ólafsvík

Gatnaframkvæmdir hefjast í Vallholti í Ólafsvík í næstu viku.

Framkvæmdin er umsvifamikil og verður framkvæmdasvæði endurnýjað. Skipt verður um jarðveg í götunni og allar lagnir. Verktakafyrirtækið B. Vigfússon vinnur framkvæmdina fyrir Snæfellsbæ. Rarik nýtir tækifærið til að skipta um strengi og lagnir auk þess sem Míla leggur ljósleiðara í götuna.

Að lokinni jarðvinnu verður gengið frá yfirborði og gatan malbikuð. Áætlað er að framkvæmdir hefjist mánudaginn 19. maí og standi yfir til loka júlímánaðar. 

Framkvæmdunum fylgir óhjákvæmilega mikið rask við Vallholt og óskar Snæfellsbær eftir góðu samstarfi við íbúa. Á meðan á framkvæmdum stendur verður gatan lokuð fyrir umferð og eru íbúar og aðrir vegfarendur vinsamlegast beðnir um að sýna því skilning.