Gatnaframkvæmdir í Vallholti hefjast 20. maí
19.05.2025 |
Fréttir
Gatnaframkvæmdir í Vallholti í Ólafsvík hefjast á morgun, þriðjudaginn 20. maí 2025. Íbúar eru vinsamlega beðnir að fjarlægja bíla af götu frá Vallholti 1 - 7.
Framkvæmdin er umsvifamikil og verður verkið unnið í áföngum. Til að auðvelda upplýsingagjöf til íbúa við Vallholt ætlar Snæfellsbær að nýta SMS gátt og senda skilaboð beint á þá íbúa sem það kjósa.
Við óskum því eftir að þeir íbúar sem vilja fá upplýsingar um framvindu gatnaframkvæmdanna í SMS skilaboðum sendi upplýsingar um heimilisfang og símanúmer á netfangið smarijonas@snb.is.