Frístundastyrkur til barna og unglinga
08.01.2019 |
Fréttir
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á síðasta fundi nýliðins árs að taka upp frístundastyrk frá og með árinu 2019. Frístundastyrkurinn hljóðar upp á 20.000 krónur á ári og gildir til niðurgreiðslu þátttökugjalda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi barna og unglinga á aldrinum 5 - 18 ára.
Markmið með frístundastyrknum er að hvetja börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu frístundastarfi í Snæfellsbæ og veita þeim tækifæri til þess óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.
Ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð til niðurgreiðslu af því æfingagjaldi sem til fellur.
Framkvæmd á endurgreiðslu frístundastyrks er enn í vinnslu. Fyrst um sinn er óskað eftir því að foreldrar greiði æfingagjald og sæki um endurgreiðslu sem nemur styrknum til bæjarritara. Nánari upplýsingar fást hjá Lilju Ólafardóttir, bæjarritara, í síma 433 6900 og lilja@snb.is.Sjá nánar:
Reglur um frístundastyrki í Snæfellsbæ