Framkvæmdir í Naustabúð á Hellissandi
14.07.2025 |
Fréttir
Gatnaframkvæmdir í Naustabúð á Hellissandi hefjast mánudaginn 14. júlí 2025.
Í Naustabúð á Hellissandi verður farið í framkvæmdir sem felast í því að lögð verður ný vatslögn og ljósleiðari. Að því verki loknu verður gatan malbikuð. Þessu fylgir ákveðið rask og verður að loka götunni tímabundið að hluta meðan framkvæmdir standa yfir.