Sandara- og Rifsaragleði 2024 - dagskrá

Gleðin verður allsráðandi í Snæfellsbæ um helgina þegar Sandara- og Rifsaragleði verður haldin.

Gleðin hefst á fimmtudegi með barnastund í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi og lýkur á laugardagskvöldi með 90's balli í Röstinni. Fjölbreytt dagskrá er í bænum þess á milli og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skipulagsnefnd og aðrir sem koma að gleðinni með einhverjum hætti eiga hrós skilið fyrir metnaðarfulla og glæsilega dagskrá. Hægt er að skoða dagskrá hér að neðan og einnig með því að smella á meðfylgjandi hlekk.