Dagur tónlistarskólanna 7. febrúar

Á Degi tónlistarskólanna, 7. febrúar ár hvert, efna tónlistarskólar landsins til árlegrar hátíðar.

Markmið dagsins er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna og að styrkja tengsl þeirra við nærsamfélagið.

Í tilefni af því mun Tónlistarskóli Snæfellsbæjar halda tónleika í Ólafsvíkurkirkju, miðvikudaginn 7. febrúar og hefjast þeir kl. 17:00.

Ókeypis er inn á tónleikana, en Foreldrafélag Tónlistarskólans tekur á móti frjálsum framlögum sem fara óskipt til styrktar Grindvíkingum.

Öll velkomin!