Breyting á bæjarstjórn Snæfellsbæjar

Á fundi bæjarstjórnar þann 2. september sl. tók Patryk Zolobow sæti í bæjarstjórn Snæfellsbæjar í stað Michael Gluszuk sem óskaði eftir úrsögn úr bæjarstjórn og öðrum nefndum sökum búferlaflutninga. Patryk verður bæjarfulltúi út kjörtímabilið.

Er Michael Gluszuk þökkuð störf í þágu Snæfellsbæjar undanfarin ár og er honum jafnframt óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Patryk starfar sem sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Ólafsvík. Hann hefur verið varamaður í bæjarstjórn undanfarin ár ásamt því að sitja í nefndum á vegum bæjarins.

Á meðfylgjandi ljósmynd frá fyrsta fundi núverandi bæjarstjórnar árið 2022 má sjá bæði Michael Gluszuk og Patryk Zolobow.