Bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar 28. nóvember

Bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldin í félagsheimilinu Klifi þriðjudaginn 28. nóvember og hefst kl. 20:00.

Nemendur úr 10. bekk við Grunnskóla Snæfellsbæjar kynna höfunda. Aðgangseyrir er ókeypis.

Eftirfarandi höfundar lesa úr bókum og árita fyrir áhugasama:

  • Auður Jónsdóttir - Högni
  • Auður Ava Ólafsdóttir - DJ Bambi
  • Vilborg Davíðsdóttir - Land næturinnar
  • Þórarinn Eldjárn - Hlustum frekar lágt
  • Sævar Helgi Bragason - Hamfarir

Öll velkomin.