Bæjarstjórnarfundur 9. október 2025

Vakin er athygli á því að 394. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. október 2025 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Sjómannagarðurinn á Hellissandi. Þóra Olsen og Óskar Skúlason mæta á fundinn.
  2. Fundargerð 361. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 17. september 2025.
  3. Fundargerð 195. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. september 2025.
  4. Fundargerð 30. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 23. september 2025.
  5. Fundargerð 21. fundar öldungaráðs Snæfellsbæjar, dags. 9. september 2025.
  6. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 3. september 2025.
  7. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 22. september 2025.
  8. Fundargerð 234. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 13. júní 2025.
  9. Fundargerð 235. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 4. júlí 2025.
  10. Fundargerð 197. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 18. september 2025.
  11. Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. ágúst 2025.
  12. Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. september 2025.
  13. Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. september 2025.
  14. Fundargerð 83. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 20. júní 2025.
  15. Bréf frá stjórnum UMF Víkings/Reynis og stjórn knattspyrnudeildar Víkings, ódags., varðandi ósk um styrk vegna yngri flokka þjálfunar.
  16. Bréf frá Leikfélaginu Laugu, dags. 11. september 2025, varðandi ljósabúnað í Röstinni.
  17. Bréf frá Hildigunni Haraldsdóttur og Þóri Hlífari Gunnarssyni, dags. 6. október 2025, varðandi heimild Snæfellsbæjar til að setja upp listaverk við aðkomu til Ólafsvíkur.
  18. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2025, varðandi hvatningu til sveitarfélaga um að setja í aðalskipulaghvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki.
  19. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2025, varðandi hvatiningu til sveitarfélaga um að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
  20. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 7. október 2025

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri