Bæjarstjórnarfundur 9. október 2025
07.10.2025 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 394. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 9. október 2025 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Sjómannagarðurinn á Hellissandi. Þóra Olsen og Óskar Skúlason mæta á fundinn.
- Fundargerð 361. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 17. september 2025.
- Fundargerð 195. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. september 2025.
- Fundargerð 30. fundar framkvæmdateymis Snæfellsbæjar, dags. 23. september 2025.
- Fundargerð 21. fundar öldungaráðs Snæfellsbæjar, dags. 9. september 2025.
- Fundargerð ungmennaráðs, dags. 3. september 2025.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 22. september 2025.
- Fundargerð 234. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 13. júní 2025.
- Fundargerð 235. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 4. júlí 2025.
- Fundargerð 197. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 18. september 2025.
- Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. ágúst 2025.
- Fundargerð 984. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. september 2025.
- Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. september 2025.
- Fundargerð 83. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 20. júní 2025.
- Bréf frá stjórnum UMF Víkings/Reynis og stjórn knattspyrnudeildar Víkings, ódags., varðandi ósk um styrk vegna yngri flokka þjálfunar.
- Bréf frá Leikfélaginu Laugu, dags. 11. september 2025, varðandi ljósabúnað í Röstinni.
- Bréf frá Hildigunni Haraldsdóttur og Þóri Hlífari Gunnarssyni, dags. 6. október 2025, varðandi heimild Snæfellsbæjar til að setja upp listaverk við aðkomu til Ólafsvíkur.
- Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2025, varðandi hvatningu til sveitarfélaga um að setja í aðalskipulaghvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki.
- Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 22. september 2025, varðandi hvatiningu til sveitarfélaga um að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ, 7. október 2025
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri