Bæjarstjórnarfundur 8. janúar 2026
06.01.2026 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 397. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 8. janúar 2026 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Reglur og umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar. Áður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í desember. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætir á fundinn.
- Fundargerð 151. fundar hafnarstjórnar, dags. 30. desember 2025.
- Fundargerð 197. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 17. desember 2025.
- Fundargerð 238. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. nóvember 2025.
- Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember 2025.
- Fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélagaga, dags. 12. desember 2025.
- Fundargerð 93. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 10. desember 2025.
- Fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 8. desember 2025.
- Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 18. desember 2025, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Birtu Ljósmynda ehf., um leyfi til rekturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Vatnsholti í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
- Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 18. desember 2025, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025 - 2026.
- Bréf frá Margréti Elfu Ólafsdóttur, dags. 6. janúar 2026, varðandi leikskólaselið við Lýsuhólsskóla.
- Minnisblað bæjarstjóra, dags. 5. janúar 2026, varðandi tilnefninu í starfshóp til að meta þörf á nýrri slökkvibifreið.
- Bréf frá SSV, dags. 23. desember 2025, varðandi tilnefningu fulltrúa í Farsældarráð Vesturlands.
- Bréf frá Skólahreysti, dags. í desember 2025, varðndi styrk á árinu 2026.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ 6. janúar 2026
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri