Bæjarstjórnarfundur 8. janúar 2026

Vakin er athygli á því að 397. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 8. janúar 2026 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Reglur og umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar. Áður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í desember. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætir á fundinn.
  2. Fundargerð 151. fundar hafnarstjórnar, dags. 30. desember 2025.
  3. Fundargerð 197. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 17. desember 2025.
  4. Fundargerð 238. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 20. nóvember 2025.
  5. Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember 2025.
  6. Fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélagaga, dags. 12. desember 2025.
  7. Fundargerð 93. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 10. desember 2025.
  8. Fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 8. desember 2025.
  9. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 18. desember 2025, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Birtu Ljósmynda ehf., um leyfi til rekturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, að Vatnsholti í Staðarsveit, Snæfellsbæ.
  10. Bréf frá Innviðaráðuneytinu, dags. 18. desember 2025, varðandi úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025 - 2026.
  11. Bréf frá Margréti Elfu Ólafsdóttur, dags. 6. janúar 2026, varðandi leikskólaselið við Lýsuhólsskóla.
  12. Minnisblað bæjarstjóra, dags. 5. janúar 2026, varðandi tilnefninu í starfshóp til að meta þörf á nýrri slökkvibifreið.
  13. Bréf frá SSV, dags. 23. desember 2025, varðandi tilnefningu fulltrúa í Farsældarráð Vesturlands.
  14. Bréf frá Skólahreysti, dags. í desember 2025, varðndi styrk á árinu 2026.
  15. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ 6. janúar 2026

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri