Bæjarstjórnarfundur 8. febrúar 2024

Vakin er athygli á því að 378. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Málefni Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari, mætir á fundinn.
  2. Fundargerð 346. fundar bæjarráðs, dags. 30. janúar 2024.
  3. Fundargerð 179. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 25. janúar 2024.
  4. Fundargerð 102. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 29. janúar 2024.
  5. Fundargerð 4. fundar stýrihóps um Heilsueflandi samfélag, dags. 22. janúar 2024.
  6. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. janúar 2024.
  7. Fundargerð fundar um kynningar- og upplýsingamál, dags. 15. janúar 2024.
  8. Fundargerð rekstrarnefndar Klifs, dags. 16. janúar 2024.
  9. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 21. janúar 2024.
  10. Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. janúar 2024.
  11. Fundargerð 460. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 15. janúar 2024.
  12. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. janúar 2024, varðandi boðun á XXXIX. landsþing sambandsins.
  13. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2024, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.
  14. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 1. nóvember 2022, varðandi tilnefningu í vatnasvæðanefnd.
  15. Bréf frá velferðarnefnd, dags. 26. janúar 2024, varðandi breytingar á erindisbréfi nefndarinnar.
  16. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 5. febrúar 2024, varðandi bréf Umhverfisstofnunar um framkvæmdaráætlun náttúruminjaskrár, ásamt bréfi eiganda jarðarinnar Mels í Snæfellsbæ, dags. 1. febrúar 2024, og bréfi landeigenda jarða á svæðinu sem um ræðir ásamt undirskriftalista og ósk um afstöðu bæjarstjórnar Snæfellsbæjar til erindis Umhverfisstofnunar.
  17. Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 24. janúar 2024, varðandi óverulega breytingu deiliskipulags á hafnarsvæði í Rifi.
  18. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 15. janúar 2024, varðandi óverulega breytingu deiliskipulags á hafnarsvæði í Rifi.
  19. Bréf frá umhverfis- og skipulagsnefnd, dags. 5. febrúar 2024, varðandi reglur um takmörkun útgáfu rekstrarleyfa í íbúðarbyggð.
  20. Húsnæðisáætlun Snæfellsbæjar 2024.
  21. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 6. febrúar 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri