Bæjarstjórnarfundur 5. júní 2024

Vakin er athygli á því að 382. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 5. júní 2024 kl. 15:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
 2. Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
 3. Kosning þriggja aðila og jafnmargra til vara í bæjarráð til eins árs.
 4. Fundargerð 349. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 23. maí 2024.
 5. Fundargerð stjórnar Jaðars, dags. 14. maí 2024.
 6. Fundargerð 183. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 3. júní 2024.
 7. Fundargerð eigendafundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 6. maí 2024.
 8. Fundargerð 189. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 6. maí 2024.
 9. Fundargerð 190. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 27. maí 2024.
 10. Fundargerð 222. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 18. mars 2024.
 11. Fundargerð 180. fundar stjórnar SSV, dags. 6. mars 2024.
 12. Fundargerð 181. fundar stjórnar SSV, dags. 6. maí 2024.
 13. Fundargerð 947. fundar stjórnar SÍS, dags. 19. apríl 2024.
 14. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 22. mars 2024.
 15. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 7. maí 2024.
 16. Fundargerð aðalfundar Landskerfi bókasafna, dags. 7. maí 2024.
 17. Fundarboð aðalfundar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, sem haldinn verður 3. júlí 2024.
 18. Bréf frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 28. maí 2024, varðandi tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits.
 19. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 24. maí 2024, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV - A hótel, að Arnarfelli á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
 20. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 24. maí 2024, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Hótel Hellna ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV - A hótel, að Bárðarslóð á Arnarstapa, Snæfellsbæ.
 21. Bréf frá SAMAN-hópnum, ódags., varðandi hvatningu til samveru fjölskyldunnar.
 22. Umboð til bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
 23. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 3. júní 2024

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri