Bæjarstjórnarfundur 3. desember 2025

Vakin er athygli á því að 396. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 3. desember 2025 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Tjaldsvæði Snæfellsbæjar. Patrick Roloff mætir á fundinn og fer yfir starfið í sumar.
  2. Fundargerð 362. fundar bæjarráðs, dags. 3. desember 2025. Lögð fram á fundinum.
  3. Fundargerð 22. fundar öldungaráðs, dags. 24. nóvember 2025.
  4. Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. nóvember 2025.
  5. Fundargerð 104. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 24. nóvember 2025, ásamt reglum í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar og umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar.
  6. Fundargerð 71. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 28 október 2025.
  7. Fundargerð 198. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 13. október 2025.
  8. Fundargerð 199. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 17. nóvember 2025.
  9. Fundargerð 237. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 29. október 2025, ásamt minnisblaði um stöðu verkefna samkvæmt tillögu skýrslu "Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar."
  10. Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. október 2025.
  11. Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. nóvemer 2025.
  12. Fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 24. september 2025.
  13. Bréf frá Ægi Ægissyni, dags. 18. nóvember 2025, varðandi úrsögn úr fræðslunefnd.
  14. Bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, dags. 24. nóvember 2025, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna jólaballs þann 28. desember nk.
  15. Bréf frá Jóni Jóeli Einarssyni, dags. 13. nóvember 2025, varðandi minnisvarða um Jules Verne.
  16. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2025, varðandi niðurstöðu stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum.
  17. Áskoranir og hvatningar frá þingi UMFÍ, dags. 13. nóvember 2025.
  18. Bréf frá tæknideild Snæfellsbæjar, dags. 10. nóvember 2025, varðandi landnotkunarrétt F-1 og F-2 á Hellissandi. Starfsmenn tæknideildar og nefndarmenn í umhverfis- og skipulagsnefnd mæta á fundinn.
  19. Bréf frá bæjarritara, dags. 1. desember 2025, varðandi afslátt af gatnagerðargjöldum.
  20. Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2026. Lagðar fram á fundinum.
  21. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2026. Seinni umræða. Lögð fram á fundinum.
  22. Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2027-2029.
  23. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ 1. desember 2025

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri