Bæjarstjórnarfundur 3. desember 2025
01.12.2025 |
Fréttir
Vakin er athygli á því að 396. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar miðvikudaginn 3. desember 2025 kl. 16:00.
Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.
Dagskrá fundar:
- Tjaldsvæði Snæfellsbæjar. Patrick Roloff mætir á fundinn og fer yfir starfið í sumar.
- Fundargerð 362. fundar bæjarráðs, dags. 3. desember 2025. Lögð fram á fundinum.
- Fundargerð 22. fundar öldungaráðs, dags. 24. nóvember 2025.
- Fundargerð fræðslunefndar, dags. 25. nóvember 2025.
- Fundargerð 104. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 24. nóvember 2025, ásamt reglum í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar og umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Snæfellsbæjar.
- Fundargerð 71. stjórnarfundar Jeratúns, dags. 28 október 2025.
- Fundargerð 198. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 13. október 2025.
- Fundargerð 199. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 17. nóvember 2025.
- Fundargerð 237. fundar Breiðafjarðarnefndar, dags. 29. október 2025, ásamt minnisblaði um stöðu verkefna samkvæmt tillögu skýrslu "Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar."
- Fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. október 2025.
- Fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. nóvemer 2025.
- Fundargerð 85. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 24. september 2025.
- Bréf frá Ægi Ægissyni, dags. 18. nóvember 2025, varðandi úrsögn úr fræðslunefnd.
- Bréf frá félagasamtökum í Snæfellsbæ, dags. 24. nóvember 2025, varðandi ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Klifi vegna jólaballs þann 28. desember nk.
- Bréf frá Jóni Jóeli Einarssyni, dags. 13. nóvember 2025, varðandi minnisvarða um Jules Verne.
- Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. nóvember 2025, varðandi niðurstöðu stýrihóps um eignarhlut sveitarfélaga í hjúkrunarheimilum.
- Áskoranir og hvatningar frá þingi UMFÍ, dags. 13. nóvember 2025.
- Bréf frá tæknideild Snæfellsbæjar, dags. 10. nóvember 2025, varðandi landnotkunarrétt F-1 og F-2 á Hellissandi. Starfsmenn tæknideildar og nefndarmenn í umhverfis- og skipulagsnefnd mæta á fundinn.
- Bréf frá bæjarritara, dags. 1. desember 2025, varðandi afslátt af gatnagerðargjöldum.
- Gjaldskrár Snæfellsbæjar fyrir árið 2026. Lagðar fram á fundinum.
- Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2026. Seinni umræða. Lögð fram á fundinum.
- Þriggja ára áætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2027-2029.
- Minnispunktar bæjarstjóra.
Snæfellsbæ 1. desember 2025
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri