Bæjarstjórnarfundur 2. september 2025

Vakin er athygli á því að 393. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 2. september 2025 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

  1. Skýrsla um rekstur leikskóla Snæfellsbæjar. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði skólaráðgjöf mætir á fundinn í gegnum Teams til að fara yfir skýrsluna.
  2. Skipulagsmál. Gunnþóra Guðmundsdóttir mætir á fundinn í gegnum Teams.
  3. Fundargerðir 358., 359. og 360. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 19. júní, 17. júlí og 26. ágúst 2025.
  4. Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Trúnaðarmál. Lagt fram á fundinum.
  5. Bréf frá Michael Gluszuk, dags. 25. ágúst 2025, varðandi úrsögn úr bæjarstjórn og nefndum sveitarfélagsins.
  6. Bréf frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dags. 27. ágúst 2025, varðandi ósk um umsögn bæjarstjórnar um umsókn Dugnaðarkvenna ehf., um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, kaffihús, sem rekið verður sem Elja kaffihús að Sandahrauni 5 á Hellissandi, Snæfellsbæ.
  7. Bréf frá SSV, dags. 25. ágúst 2025, varðandi haustþing SSV 2025.
  8. Bréf frá UNICEF, dags. 14. ágúst 2025, varðandi umsóknir um þátttöku sveitarfélaga í verkefninu Barnvæn sveitarfélög.
  9. Aðgerðaráætlun Snæfellsbæjar vegna Sjálfbærnistefnu Snæfellsness 2025-2034. Ákvörðun um næstu skref.
  10. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 29. ágúst 2025

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri